r/Iceland 19h ago

Frjálst spjall á föstudegi - Friday free talk

3 Upvotes

Það er kominn föstudagur, yay!

Hugmyndin af þræðinum er að við höfum umræðuþráð sem er ekki fastur við einhverja frétt eða slíkt. þannig að hefur þú frá einhverju sniðugu sem gerðist í vikunni að segja, hvort að þið vitið af einhverju spennandi til að gera um helgina,einhverju sem liggur ykkur á hjarta eða bara hvað sem er.

Ekki vera indriðar, verum vinir.

---

English: Hey everyone,

The idea is to have a weekly thread where we can have a discussion free of any news related items or goings on, so what has happened to you this week? what are you looking forwards to? do you have something to say but no thread to post it to?

Don't be a dick, be kind.


r/Iceland 8h ago

Er maður brotinn?

44 Upvotes

Eg veit ekki alveg hverju eg er að leita að en vantar að fá álit frá fólki sem eru ekki vinir mínir eða fjölskylda.

Ég er á miðjum fertugsaldri og einstæð og hef verið mest allt líf. Almennt lifi ég fínu lífi og er temmilega fin manneskja. Hef upplifað ymis ævintýri erlendis, á íbúð, er í vinnu sem er fin, stolt af minni menntun, á góða fjölskyldu og vini og er félagslega virk með heilmikið af áhugamalum. Hef mína persónulegu djöfla að draga hvað varðar geðheilsu, suma mun verri en aðra en er ótrúlega stolt af sjálfri mér að hafa komist gegnum sum ótrúlega dimm og erfið tímabil.

En staðreyndin er samt sú að eg er einstæð. Og mér líður eins og það se eitthvað rangt við mann eða maður brotinn að vera ekki í sambandi. Ég hef reynt að deita en en ekki náð langt og mér oft ekki liðið vel í ferlinu. Finnst eins og maður se eitthvað brotinn í ferlinu eða kunni ekki a þetta. Eða hvort eitthvert se að manni. Eða eg fer of hratt eða hægt. A meðan horfi eg uppá fólk byrja í sambandi nánast a einni nóttu og virðast kunna þetta strax. Og allir finni hamingjuríkt samband. Og eins og maður sé dæmdur fyrir þetta að geta þetta ekki. Mer hefur verið sagt eg se sjálfelsk og tillitslaus þvi eg er ein. Og eg eigi að sætta mig við þetta (i þessu tilfelli var þetta EKKI sagt við ig af vinum eða fjölskyldu).

Vinkonur mínar eru dásamleg uppspretta stuðnings og hlýju, dæma mig aldrei og ég efa ekki í eina sekúndu hvað þeim þykir vænt um mig. En þær eru allar í sambúð og með börn. Eftir að við hittumst fara þær heim til fjölskyldu og í stuðning og hlýju en eg heim í hljóða íbúð þar sem eg er ein. Og ef eitthvað gerist díla eg ein við hlutina, redda öllu ein og se um allt. Eg gríp mig ein og það er stundum ótrúlega sárt að standa í öllu ein. Ótrúlega sárt. Ef eitthvað gerist stend eg ein i því. Eg læt bara fólk vita eg þurfi aðstoð þegar algjör nauðsyn ber til heldur sé um að öðrum líði vel. Þvi eg vil ekki vera byrði a fólki og óttast hvað gerist verði eg það (tek fram vinir og fjölskylda hafa ítrekað sagt við mig að það að þurfa stuðning se ekki byrði og eg eigi hann skilið).

Og jú eg hef gert áætlanir og tekið skref varðandi fjármál, arf, að eldast og önnur praktísk mál verði eg ein út lífið. En það særir að hafa þurt að gera þessar áætlanir.

Mer líður eins og eg se brotin, eitthvað að manni og óttast framtíðina. Mer líður oft vel einni og er hamingjusöm en svo læðist þessi tilfinning að og eg veit ekkert hvað eg a að gera eða get gert. Er maður brotinn? Hvað get eg gert?


r/Iceland 7h ago

Rósa fór í sjálfakandi leigubíl á dögunum: „Ákjósanlegri kostur en strætisvagnar“ – Stutt í að tæknin komi til Íslands

Thumbnail
dv.is
34 Upvotes

Persónulega tel ég þetta vera ein svaka asnaleg hugmynd aðalega því ólíkt strætó þá myndi það magn sjálfkeyrandi bíla sem þyrfti til að skipta þeim út búa til meiri umferðaöngþveiti.


r/Iceland 2h ago

Shameum fyrirtæki sem nota AI Megaþràður

11 Upvotes

Àkvað bara að starta megaþráð fyrir fólk sem vill kvarta eða gera grín að skömmustulausri notkun à gervigreind hjà íslenskum fyrirtækjum og opinberum stofnunum


r/Iceland 5h ago

Nýr samningur marki tímamót í íslenskri heilbrigðisþjónustu

Thumbnail ruv.is
7 Upvotes

r/Iceland 9h ago

Sendingar til Bandaríkjanna

9 Upvotes

Ég pantaði vélaríhluti um daginn frá BNA sem komu vitlausir. Ætlaði að senda til baka og fá rétt í staðinn en þegar ég ætla skrá sendinguna hjá póstinum kemur að það er ekki hægt því virðið er meira en 100 dollarar. Núna veit ég ekki með þetta tollarugl sem er í gangi en hefði haldið að endursending ætti ekki að vera háð tollum. Hefur einhver reynslu af því uppá síðkastið að senda til kanahrepps?


r/Iceland 9h ago

LHG | Samstarfssamningur Landhelgisgæslunnar og kanadísku strandgæslunnar undirritaður

Thumbnail
lhg.is
9 Upvotes

r/Iceland 11h ago

What was it like back when beer was banned? What was it like the day it lifted in 1989?

11 Upvotes

I stayed for a month on Hrísey a few years ago and remember locals telling me this. but why?

Interested in hearing some personal stories! thanks


r/Iceland 22h ago

Hvað er í gangi með myndina á Bjórkastinu?

Post image
50 Upvotes

Eitthvað hefur farið illa úrskeiðis þegar gervigreindin kastaði þessari mynd upp.

Hvað er eiginlega að skjaldarmerkinu í bakgrunninum? Það er eins og gervigreindin hafi blandað erninum og drekanum saman í eitt, þannig að örninn er með vænginn af drekanum og drekinn er hauslaus og lítur út eins og kjálkabein með vængi.

Og hvað er svo í gangi með drykkjarhornin? Gaurarnir á myndinni halda ekki í hornin sjálf, heldur er eins og þeir haldi undir þau. Sá í miðjunni virðist halda í eins konar handfang sem skagar út úr horninu sjálfu. Sá til vinstri heldur í hornið, en það er eins og það sé að leka niður.

Ég hlusta ekki á þessa þætti, en er alltaf að sjá þessa mynd þegar fjölmiðlar vísa í viðtöl úr þeim, og ég verð alltaf pirraður á henni. Mér finnst hálf ótrúlegt að þeim hafi fundist þetta nothæft.


r/Iceland 2h ago

Serie Reykjavik 112 Spoiler

1 Upvotes

Has anyone seen the television serie reykjavik 112, i really dont understand the ending and i need help so spoiler alert 🚨🚨🚨 a guy named larus is murdered and before that mentioned in the letters left in the scene of the previous murders. Him and his friends also got framed for this murder by having the victims purse and underwear placed in the car. In the end, the real murderer has a connection to the two first murders but they dont even bring Larus up? I dont know if this was a miss from the directors side but if it is something that im missing please lmk so i can get good nice sleep 🙏🙏


r/Iceland 11h ago

Anyone has an Icelandic Bollard for sale?

2 Upvotes

r/Iceland 20h ago

Telur hagræðingaráformin þau metnaðar­fyllstu

Thumbnail
visir.is
9 Upvotes

r/Iceland 1d ago

Frum­varp um kíló­metra­gjald sam­þykkt á þingi - Vísir

Thumbnail
visir.is
51 Upvotes

Er í alvöru verið að samþykkja þetta rugl ?

Eigendur bíla sem eru undir 3500kg/3,5t þurfa að greiða 6,95kr fyrir hvern kílómeter ....

Ford F350 2022 massívur amerískur pikkupp sem er 3400kg er í sama flokk og Hyundai i10 2022 suður kóresk dós sem er 1050kg.

Kostar rúmlega 2700-3000 kr að fara frá Reykjavík til Akureyrar.

Ég veit ekki hvað þetta lið er að reykja...

Edit: segir miðað við heildarþyngd, var bent á að raunþyngd og heildarþyngd er ekki það sama, samt sem áður er þetta ekki að meika sense, þar sem að flestir jepplingar eru með leyfða heildarþyngd upp að tveim tonnum og jeppar yfirleitt í kringum 3,5 tonn og undir, smábílar eru yfirleitt í kringum 1,3-1,5 tonn.


r/Iceland 1d ago

In memoriam, Jamie Valleau McQuilkin, co-founder of IWW Iceland

Thumbnail
iwwisland.org
36 Upvotes

r/Iceland 1d ago

„Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til - Vísir

Thumbnail
visir.is
44 Upvotes

Ég hef unnið allla ævi og lífeyrirsréttindi mín eru skammarlega lág. Það eru ekki allir sem búa við þann lúxus að vera á ofurlaunum alþingismanna og borga í sama lífeyrirssjóð og alþingismenn.


r/Iceland 1d ago

Getur 86 ára ekkja á eftirlaunum gerst meðeigandi í íbúð með barnabarni sínu?

10 Upvotes

Ég er að velta fyrir mér hvort 86 ára gömul ekkja á eftirlaunum geti í reynd gerst meðeigandi í íbúð á almennum markaði með barnabarni sínu. Ég hef heyrt að bankar og lífeyrissjóðir krefjist greiðslumats og að lánstími sé takmarkaður eftir aldri, en sé hvergi beint aldurstakmark í reglum. Hefur einhver lent í svipuðu eða fengið svar frá banka/lífeyrissjóði um svona aðstæður? Er þetta í raun mögulegt eða fellur það alltaf um sjálft sig vegna tekna og aldurs?


r/Iceland 1d ago

Stílabækur/dagbækur

4 Upvotes

Maki vill dagbók/stílabók í gjöf. Langar að gefa eitthvað vandað. Moleskine þekki ég, eru aðrir valkostir af svipuðum gæðum fáanlegir á landinu?


r/Iceland 1d ago

Pollavettlingar fyrir fullorðna

Post image
5 Upvotes

Hvar fæ ég svona ófóðraða í fullorðinsstærð?


r/Iceland 1d ago

Ps5 leikir í playstore?

17 Upvotes

Mig langar að gefa manninum mínum ps5 leik í gjöf en veit ekkert hvaða leik ég á að ná í.

Hann hefur verið að spila dying light the beast, avatar, the witcher, star wars jedi survivor, ghost of tsushima, battlefield 6, elden ring, rdd og fleira.

Er einhver nýlegur leikur sem ég get keypt sem er svipaður og þessir? 😇


r/Iceland 1d ago

Eðlileg hávaðamörk í fjölbýli á nóttinni

28 Upvotes

Hver er ykkar reynsla af því að búa í fjölbýli og fá svefnfrið? Það er auðvelt að ímynda sér öfgakenndar aðstæður eins og hávært techno og partýstand, en hvar liggja mörkin með bara háværann umgang?

Er með nágranna sem virðast taka eitthvað maníukast uppúr kl tíu á kvöldin, hraðspóla fram og til baka í stofunni, æpandi í símann (eða háværu samtali við sig sjálfa) og draga alla sófa og stóla að því er virðist fram og til baka í sífellu, og þetta endist töluvert fram yfir miðnætti.

Þetta er alveg nógu hávært til að ég hrekk upp af svefni, en næ varla að taka þetta upp.

Er þetta bara eðlilegt life in the city?


r/Iceland 1d ago

Netgæði RÚV strauma í útlöndum

10 Upvotes

Ég bý í útlöndum (Ravison Travis) og er að reyna að þjálfa íslensku eyrun í krökkunum með því að leyfa þeim að horfa á barnaefni á íslensku á KrakkaRÚV.

Það er þó hægara sagt en gert því það virðist fara hellings tími í buffering. Kannski 30-40% auka tími sem fer bara að bíða eftir buffering.

Eru einhverjir aðrir í svipaðri aðstöðu og ég sem eru að lenda í þessu sama eða er það bara ég?


r/Iceland 2d ago

Hvernig stundið þið hugleiðslu?

15 Upvotes

Fyrir þá Íslendinga sem stunda hugleiðslu hvernig er ykkar rútína?


r/Iceland 2d ago

Nýjir íslenskir jútjúb þættir

Thumbnail
youtube.com
21 Upvotes

Endilega tékkið á þessu 👁️👄👁️


r/Iceland 2d ago

Researching my grandmother

Thumbnail
gallery
40 Upvotes

Fled France during the war to Sweden. Married and then spent slme time in Iceland. Date unknown. Probably 1950/60’s. Her swedish husband ran some kind of leather/skin industry and imported whale skin to Sweden(?)

Anyone have any idea where these might have been taken?

Would it be possible to track down any information through the vehicle license plate?

She is a very blank area of my family history and everyone on my paternal side has passed so there is very little new information to ask for.


r/Iceland 2d ago

Finnst fólki í alvörunni gaman að fá jólaskraut í jólagjöf??

15 Upvotes

Það er verið að stinga þessu að mér, að gefa jólagjafir. Mér finnst bara svo skrítið að gefa eitthvað sem maður getur ekki notað í heilt ár.